Hugmyndin

Hugmyndin kviknaði í apríl 2014 þegar einn forsvarsmanna síðunnar seldi farartæki með hefðbundnum hætti í gegnum bílasölu. Í kjölfarið vaknaði spurningin “af hverju er ekki til auglýsingamiðill með leitarvél þar sem ég get framkvæmt nákvæma leit miðað við það fjármagn sem ég hef á milli handanna, eða eftir nákvæmlega þeirri tegund og árgerð sem ég er að leita að, án milliliða?” Úr varð auglýsingamiðillinn sjálfsalinn.is.

 

Á sjálfsalinn.is gefst seljendum kostur á að auglýsa ökutækin sín til sölu á einfaldan og þægilegan máta, kjósi þeir að gera það sjálfir, milliliðalaust. Þeir sem hyggja á kaup á farartæki geta svo sett inn ítarleg leitarskilyrði til þess að finna nákvæmlega það sem leitað er að. Eingöngu er hægt að leita að skráðum farartækjum í leitarvél. Dæmi: Ef enginn Skoda Octavia er skráður á vefinn, kemur sá leitarmöguleiki ekki upp í leitarvél o.s.frv.

 

Af hverju að velja sjálfsalinn.is?

Ódýr og skilvirk leið til að selja farartæki.

Langur gildistími auglýsingar, eða 30 dagar.

Hægt er að breyta auglýsingu á meðan hún er virk, t.d. setja inn frekari upplýsingar eða lækka verð.

Öflug leitarvél.

Möguleiki á að hlaða niður myndbandi.  

Einfalt, þægilegt og notendavænt viðmót fyrir bæði kaupendur og seljendur.

Upplýsingar um farartæki eru sóttar rafrænt í ökutækjaskrá með því að slá inn fast númer farartækis.

Þú borgar ekki söluþóknun í hlutfalli við söluverð farartækisins.

Hægt er að kaupa ferilskrá sem sýnir m.a veðbanda flöggun já/nei, ásamt öðrum upplýsingum í rauntíma og ganga frá sölu- og eigendaskiptum rafrænt í gegnum vefsvæðið.

 

 

Verðskrá

Skráning faratækis á sjálfsalinn.is í 30 daga.                                                            

Yfirlit úr gagnagrunni Umferðarstofu, þ.m.t. veðbönd farartækja í rauntíma.           kr. 199,-

 

Viltu auglýsa á sjalfsalinn.is?

Hægt er að auglýsa inn á síðunni á þar til gerðum auglýsingasvæðum. Endilega sendu okkur línu á sjalfsalinn@sjalfsalinn.is fyrir frekari upplýsingar.

 

VSKnr. 119256