Notendaskilmálar fyrir vef Sjálfsalinn.isMeð því að nota vefsíðuna http://www.sjalfsalinn.is samþykkir þú sem notandi að fylgja þeim skilmálum sem hér koma fram. Skilmálar þessir eiga við um notkun á þessum vef, upplýsingar sem notendur setja inn á vefinn og upplýsingar sem notendur kaupa úr miðlægum gagnagrunni Samgöngustofu.

Í skilmálum þessum eru eftirfarandi hugtök notuð:

Notandi: Getur verið einstaklingur sem:

     1. skráir sig inn á vef Sjálfsalinn.is og skráir þar auglýsingu.      2. sendir fyrirspurn um ökutæki sem er skráð inn á vef Sjálfsalinn.is.      3.  kaupir ferlisskrá faratækis úr miðlæðum gagnagrunni Samgöngustofu í gegnum vef Sjálfsalinn.is

Sjálfsalinn.is: Klandon ehf., kt. 430215-0430, eigandi og rekstraraðili vefsins http://www.sjalfsalinn.is


1. Lýsing á þjónustu

Sjálfsalinn.is býður upp á rafræna auglýsingaþjónustu á veraldavefnum þar sem bifreiðaeigendur skrá sjálfir inn bifreiðar sínar í kerfið og bjóða til sölu fyrir væntanlega kaupendur, sem geta beint fyrirspurnum um auglýsingar milliliðalaust til bifreiðaeigenda.

Sjálfsalinn.is býður notendum sínum einnig upp á það að kaupa ferlisskrá faratækis úr miðlægum gagnagrunni Samgöngustofu.


2. Skráning notenda, endurgjald, notkun vefsins og ábyrgð á efni

2.1 Almennt: Með því að skrá sig sem notanda á vefsíðu Sjálfsalinn.is samþykkir notandi að virða reglur og skilmála Sjálfsalinn.is, ásamt breytingum sem kunna að verða á þeim í framtíðinni. Notandi skuldbindur sig til þess að fylgjast með þeim breytingum en skilmálarnir verða hverju sinni aðgengilegir inn á vef Sjálfsalinn.is. Ef forsvarsmenn Sjálfsalinn.is telja að notandi hafi á einhvern hátt brotið gegn Sjálfsalinn.is eða skilmálum síðunnar, þá áskilur Sjálfsalinn.is sér rétt til að loka fyrir aðgang notanda og meina þeim aðgang að þjónustu fyrirtækisins framvegis.

2.2 Ábyrgð: Notandi er að öllu leyti ábyrgur fyrir öllu því efni sem hann ákveður að setja inn á vef Sjálfsalinn.is.

Sjálfsalinn.is er vettvangur fyrir notendur til að auglýsa bifreiðar. Sjálfsalinn.is ber því enga ábyrgð eða skyldur í tengslum við kaup eða sölu notenda og kaupenda á bifreiðum.Um viðskipti notenda gilda eftir því sem við á lög um lausafjárkaup nr. 50/2000. Þegar um neytendakaup er að ræða gilda eftir því sem við á lög um neytendakaup nr. 48/2003 og lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000. Sjálfsalinn.is ber engar skyldur í viðskiptum notenda og kaupenda samkvæmt umræddum lögum.

Sjálfsalinn.is innir ekki af hendi verslun í atvinnuskyni skv. lögum nr. 28/1998 um verslunaratvinnu og hefur ekki réttindi og skyldur samkvæmt ákvæðum laganna. Sjálfsalinn.is hefur ekki milligöngu um viðskipti með ökutæki heldur bíður upp á rafræna auglýsingaþjónustu, sbr. 1. gr. skilmála þessara.

Notandi gerir sér grein fyrir því að Sjálfsalinn.is skoðar ekki það efni sem sett er inn á vefinn fyrirfram og er ábyrgðin á efninu því alfarið notandans. Notandi skal skrá umbeðnar upplýsingar á vef Sjálfsalinn.is og ábyrgist að þær séu réttar. Þá er vakin athygli á því að hluti grunnupplýsinga um faratækið eru sóttar af seljanda úr miðlægum gagnagrunni Samgöngustofu. Sjálfsalinn.is ábyrgist ekki að þær upplýsingar séu réttar.

Sjálfsalinn.is ábyrgist ekki að þær upplýsingar sem eru keyptar úr miðlægum gagnagrunni Samgöngustofu séu réttar.

2.3 Tölvupóstur: Þegar notandi skráir sig á Sjálfsalinn.is verður hann að gefa upp virkan tölvupóst sem hann getur nálgast. Ef notandi skiptir um tölvupóst ber honum að láta Sjálfsalinn.is vita um slíkar breytingar. Auk þess þarf notandi að uppfæra allar frekari persónuupplýsingar eftir því sem það á við á vefsíðunni.

2.4 Lykilorð: Lykilorði notanda er ekki deilt með neinum og verður notandi að bera ábyrgð á því að varðveita það.

2.5 Fréttabréf: Notandi gefur Sjálfsalinn.is leyfi til að senda uppfærslur og fréttir í formi fréttabréfs á tölvupóst notanda.

2.6. Endurgjald fyrir auglýsingu á Sjálfsalinn.is. Notandi skuldbindur sig til þess að greiða fyrir auglýsingu á vefs Sjálfsalinn.is. Ef greiðsla berst ekki áskilur Sjálfsalinn.is sé rétt til þess að fjarlægja auglýsingu notanda án fyrirvara.

2.7. Endurgreiðsluréttur Notandi öðlast ekki endurgreiðslurétt ef vefsíðan Sjálfsalinn.is dettur niður af óviðráðalegum ástæðum. Forvarsmenn vefsins munu þó gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma vefnum aftur í gagnið. Notendur öðlast heldur ekki endurgreiðslurétt ef þeir gerast sekir um háttsemi sem er lýst í 3. gr. þessara skilmála.


3. Hegðun notenda Notandi heitir því að deila ekki neinu efni sem er ólöglegt, óviðeigandi eða klámfengið, veita réttar upplýsingar í gegnum vefinn og uppfæra þær eftir því sem þörf krefur. Ennfremur heitir notandi því að taka ekki þátt í neinskonar aðgerðum eða háttsemi sem kann að hafa truflandi, eyðileggjandi eða neikvæð áhrif á vefsíðuna og þá þjónustu sem hún býður upp á.

Í þeim tilfellum sem ofantalin atriði eru brotin eða vanvirt áskilur Sjálfsalinn.is sér rétt til að loka fyrir aðgang notanda og meina þeim aðgang að þjónustu fyrirtækisins framvegis. Einnig áskilur Sjálfsalinn.is sér rétt til að eyða út öllu því efni sem notandi kann að hafa sett inn á vefsíðu fyrirtækisins.


4. Staðfesting skilmála

Staðfesting á skilmálum þessum fara fram í samræmi við ákvæði 1. og 2. mgr. 10. gr. laga nr. 30/2002, um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu (hér eftir rrl). Með því að samþykkja skilmálana staðfestir leigutaki að hann hafi kynnt sér þá og sé þeim samþykkur.

Sjálfsalinn.is fylgir siðareglum Samtaka verslunar og þjónustu um rafræn viðskipti, sem unnt er að nálgast á vef samtakanna.


5. Persónuupplýsingar

Sjálfsalinn.isfer með persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Sjálfsalinn.is skráir hvorki né geymir persónuupplýsingar um notanda umfram það sem nauðsynlegt er til að veita honum umbeðna þjónustu og ekki án þess að hafa fengið skriflegt og skýrt samþykki hans. Þegar ekki er lengur þörf á að geyma umræddar upplýsingar er þeim eytt.

Notanda eru samkvæmt beiðni hans veittar upplýsingar um sig sjálfan sem vefurinn geymir og hvernig þær eru notaðar í þjónustunni, hann getur síðan uppfært upplýsingarnar eða leiðrétt eftir því sem tilefni gefst til.

Sjálfsalinn.is hefur sig í frammi um að vernda persónuupplýsingar og gerir nauðsynlegar ráðstafanir til þess, þar með talin persónuauðkenni, í samræmi við íslenska löggjöf. Sjálfsalinn.isábyrgist þó ekki tjón vegna persónuupplýsinga sem aðrir kunna að komast yfir með ólögmætum hætti.

Sjálfsalinn.is getur ekki ábyrgst að persónuupplýsingar komist ekki í hendur þeirra sem hafa með ólögmætum hætti komist yfir leynilegar aðgangsupplýsingar frá notanda sjálfum eða tölvubúnaði hans


6. Almennt

Íslensk lög gilda til úrlausnar í ágreiningsmálum sem kunna að koma upp vegna skilmála þessara. Mál sem kunna að koma upp vegna þessara skilmála, eða þjónustu Sjálfsalinn.is, skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.